Færslur með efnisorðið ‘RÚV’

Léleg vinnubrögð eða heiður?

27. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk aðra ábendingu um notkun myndar í leyfisleysi. Vinnufélagi minn Þorsteinn Ólafsson og kona hans fengu ábendingu um að mynd af vefsvæði tvíbura þeirra væri í þættinum Nýsköpun – Íslensk Vísindi. Í kringum 3:20 má sjá þessa mynd koma fram með öðru línuriti til hliðar.

aettartre-tv

Myndin sem um ræðir er mynd sem Þorsteinn og frú bjuggu til af ættartréi tvíbura þeirra. Aftur á móti skal hafa það í huga að undirliggjandi mynd af trénu er ekki eftir þau. Aðeins er um eftirvinnsluna að ræða. Það sem er athyglisvert við þetta atvik er hinsvegar að myndin er fyrst á myndaleit Google þegar leitað er að ættartré.

aettartre-google

Þannig nú spyr ég. Er um léleg vinnubrögð að hálfu RÚV (eða Lífsmyndar, fyrirtæki Valdimars Leifssonar) að ræða eða ættu þau Þorsteinn og Thelma að taka þessu sem heiður?

Hafa skal í huga að í þessu tilfelli er um heimildarþátt að ræða en ekki auglýsingu líkt og í grein minni Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?