Sarpur fyrir ‘Forritun’ flokkinn

Villuleit á íslensku í Wordpress

9. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Í kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.

Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.

Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.

(meira …)

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Twitter í stað RSS (eða ATOM)

16. maí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Twitter vs. RSS

Ég er farinn að nota Twitter frekar mikið. Fylgjast með því hvað félagarnir eru að gera, hér heima og úti í heimi. Ég er líka að fylgjast með því sem vissir bloggarar eru að skrifa, og að sjálfsögðu sumar fréttasíður sem ég les. Um daginn var ég að horfa á Diggnation og þar kom um upp skemmtileg pæling, “Að nota Twitter í stað RSS”.

Að sjálfsögðu hafa báðar þessar þjónustur ákveðin hlutverk. En fyrir einstakling sem er að fylgjast með fréttum á netinu, eða bloggurum héðan og þaðan, þá er tilvalið að nota frekar Twitter. En til þess þurfa fréttasíðurnar og bloggaranir að vera á Twitter og senda þangað efni þegar eitthvað nýtt kemur á vefinn þeirra.

RSS hefur sambærilegt hlutverk gagnvart einstaklingnum, að upplýsa lesandann þegar nýtt efni er komið á netið, en þar sem RSS getur veitt meiri upplýsingar en Twitter, þá held ég að það muni aldrei hverfa. Með RSS getur veitandinn leyft notandanum að komast í frekari upplýsingar, og til dæmis birt heila bloggfærslu. En á meðan Twitter býður bara upp á 140 stafi eða minna. Skemmtilegt að segja frá því að Twitter býður upp á RSS veitu af því sem hver notandi er að senda inn.

Mín niðurstaða er sú, að Twitter mun aldrei koma í stað RSS, einfaldlega vegna þess hvort um sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Aftur á móti tel ég það upplagt fyrir fréttaveitur og bloggara að nýta sér Twitter til að koma sínu efni á framfarir. Ekki síður en að fréttafíklarnir og blogggleypirnir noti Twitter til að komast í það nýjasta sem fyrst.

Nú þegar eru Íslenskir fréttamiðlar farnir að nota Twitter

Hvað er Twitter
Twitter er örblogg samfélag þar sem skráðir meðlimir geta fylgjst með því hvað aðrir meðlimir eru að gera, eða skrifa um, í 140 stöfum eða minna. Sem skráður meðlimur getur þú fylgjst með hverjum sem er á Twitter einfaldlega með því að komast á Twitter síðu þess aðila og velja þar að fylgja honum. Síðan til þess að sjá hvað “vinir” þínir eru að senda inn ferðu á Twitter síðuna þína eða notar eitthvert af þeim fjölmörgu Twitter forritum sem eru í boði, sbr. http://twitter.com/downloads

ps. Þú getur fylgst með mér á Twitter, @harabanar

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Góðar ástæður til að uppfæra jQuery

28. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þorsteinn, vinnufélagi minn, sendi mér þessa grein. Mig langar að sýna ykkur.

What You Need to Know About jQuery 1.3

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

iPhone hjálpar skyttum í Danmörku

23. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Félagi minn, Pálmar, sendi mér áhugaverðan hlekk um daginn. Greinin er um forrit fyrir iPhone op hjálpar skyttum að miða. Kíkið á þetta.

ps. Greinin er á Dönsku :P

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

jQuery Alert(), Confirm() and Prompt() Dialogs Replacements

5. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta finnst mér frekar kúl. Um leið og ég las um þetta sá ég not fyrir það í kerfinu sem ég er að smíða í vinnunni. Mæli með því að menn skoði þetta :P

jQuery Alert(), Confirm() and Prompt() Dialogs Replacements.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email