Sarpur fyrir ‘Internetið’ flokkinn

Íslensku vefverðlaunin 2009

12. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Samtök vefiðnaðarinsÞeir sem lásu bloggið mitt fyrir ári síðan vita að ég fékk tækifæri til að vera í dómnefnd íslensku vefverðlaunanna það árið en gat ekki tekið þátt vegna flutninga til Reykjavíkur. Ég gagnrýndi einnig harðlega þá vefi sem dómnefnd tilnefndi til úrslita það árið. En í ár fékk ég annað tækifæri og sat í dómnefnd meðal sjö annara úrvals dómara á sviði vefiðnaðar, þau voru:

Sigurvegarar íslensku vefverðlaunanna eru:

Ég er mjög ánægður með þessar niðurstöðurnar og það er greinilegt að þessi verðlaun eru að stækka. Á ráðstefnunni sem var á vegum SVEF um markaðsetningu á netinu og afhenginu verðlaunanna í dag var hátt í 150 manns, og var þessi hátið rosalega flott. Í lokin vil þakka stjórn SVEF kærlega fyrir mig og í leiðinni óska sigurvegurum innilega til hamingju.

Bætt við eftir birtingu – Ég spjallaði meðal annars við Gunnar Hómlsteinn í dag og honum fannst kominn tími til þess að íslensku vefverðlaunin hafi sérstakann flokk fyrir vefforrit. Sem dæmi má nefna Vaktarinn, Raunveruleikurinn.is, Herstjórinn og fleiri forrit. Þessu er ég sammála og vona að stjórn SVEF fari í málið.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Villuleit á íslensku í Wordpress

9. febrúar 2010 kl. - Helgi Hrafn

Í kjölfar þess að ég tek þátt í þýðingu á Wordpress 2.9.1 með Axel Rafni og Victori Jónssyni ákvað ég að skoða möguleikann á því að fá íslenska villuleit í Wordpress ritillinn. Eins og allir vita sem vinna eitthvað með Wordpress þá notar það kerfi TinyMCE ritilinn. Svo mundi ég allt í einu að Mbl Bloggið notar TinyMCE og er með tengingu við Púka. Ég fékk að vita að það er vefþjónusta við Villupúkann hjá Frisk og ég er búinn að senda þeim fyrirspurn.

Á meðan ákvað ég að skoða aðra möguleika og komst að því að Spellchecker íbótin í TinyMCE kann að nota ASpell. Ég setti upp ASpell með stuðningi fyrir íslensku og breytti einfaldlega nokkrum stillingum og fékk þetta til að virka.

Í þessari færslu fer ég í gegnum þær breytingar sem þarf að gera.

(meira …)

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Léleg vinnubrögð eða heiður?

27. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk aðra ábendingu um notkun myndar í leyfisleysi. Vinnufélagi minn Þorsteinn Ólafsson og kona hans fengu ábendingu um að mynd af vefsvæði tvíbura þeirra væri í þættinum Nýsköpun – Íslensk Vísindi. Í kringum 3:20 má sjá þessa mynd koma fram með öðru línuriti til hliðar.

aettartre-tv

Myndin sem um ræðir er mynd sem Þorsteinn og frú bjuggu til af ættartréi tvíbura þeirra. Aftur á móti skal hafa það í huga að undirliggjandi mynd af trénu er ekki eftir þau. Aðeins er um eftirvinnsluna að ræða. Það sem er athyglisvert við þetta atvik er hinsvegar að myndin er fyrst á myndaleit Google þegar leitað er að ættartré.

aettartre-google

Þannig nú spyr ég. Er um léleg vinnubrögð að hálfu RÚV (eða Lífsmyndar, fyrirtæki Valdimars Leifssonar) að ræða eða ættu þau Þorsteinn og Thelma að taka þessu sem heiður?

Hafa skal í huga að í þessu tilfelli er um heimildarþátt að ræða en ekki auglýsingu líkt og í grein minni Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

iPhone stríð á Íslandi

24. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

iphone-3gsNú er það komið á hreint að Síminn og Nova hafa bæst í hóp söluaðila iPhone á Íslandi. Hingað til hefur það aðeins verið Sigurður Þór, sem rekur iPhone.is, sem hefur útvegað Íslendingum iPhone síma frá Ítalíu. Um daginn bættist ELKO í hópinn og í dag voru það Síminn og NOVA.

ELKO auglýsti iPhone á 159.995 (iPhone 3GS 16GB) og um leið lækkaði Sigurður Þór verðskránna hjá sér í 149.995 og bætti við ári í ábyrgð. Hingað til hafði hann aðeins boðið upp á eins árs ábyrgð eins og fengin á Ítalíu. Samkvæmt fréttatilkynningu Símans er verðið hjá þeim 156.900 og einni klukkustund seinna trompaði NOVA þetta með því að bjóða besta verðið hér á landi, eða 139.900. Nú er spurning hvort einhverjir lækki sig enn frekar. En ef útreikningurinn á verðlagningunni hans Sigurðar er skoðuð, sést að kostnaðarverðið hjá honum er 145.284. Það er því ólíklegt að hann lækki sig frekar.


619 + 15 = 634
634 * 184,06 = 116694,04
116694,04 * 1,245 = 145284,0798

En fyrst að síma fyrirtækin eru farin að selja iPhone, er spurning hvort þeir útvegi iPhone notendum ekki samþykktan prófíl sem setja má upp til að virkja Tethering möguleikann hér á landi. Þegar kveikt er á Tethering í iPhone er hægt að nota hann sem 3G pung í gegnum USB eða Bluetooth. Þessi möguleiki var kynntur þegar iPhone OS 3.0 kom út, en varð óvirkur í 3.1 hjá iPhone notendum hjá ósamþykktum síma fyrirtækjum. En nú er upplagt fyrir okkur iPhone notendur að herja á innlenda söluaðila til að fá þennan möguleika samþykktan hjá okkar síma fyrirtækjum.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Glæpur að stela Fangavaktinni, en ekki ljósmyndum?

11. nóvember 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég fékk ábendingu frá félaga mínum í dag um efni í næsta Helginn þátt. En mér fannst ég verða að skrifa um þetta fyrst. Þétta snýst um nýju jóla auglýsingu Stöðvar 2 og notkun þeirra á höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi.

Get the Flash Player to see the wordTube Media Player.

Í kringum 38 sekúndu er Gillz að gráta yfir sjónvarpinu og ef þið skoðið þetta atriði nánar má sjá fallegt jólaveður út um gluggan á bak við hann.

ZZ153946F7

Þessi fallega jólamynd er tekin af félaga mínum Hlyni Þór Jenssyni og hann er með þessa mynd á Flickr síðunni sinni. Ég er búinn að ræða við hann og fékk leyfi til að birta myndina hans hérna á vefnum mínum.

hlynurj-snjor

Ég setti þessar myndir saman í eina til að sýna þetta betur. Það sést greinilega á trjánum, húsinu, ljósastaurnum og bara öllu að þetta er myndin hans Hlyns.

hlynurj-snjor-stod2

Þetta finnst þeim hjá Stöð 2 í lagi, en það má ekki niðurhala Fangavaktinni? Það þarf eitthvað að skoða þessa siðferðis hugsun þeirra Stöð 2 manna.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Fjallaði um Helginn á 9.9.9

9. september 2009 kl. - Helgi Hrafn

9.9.9Ég var meðal fyrirlesara á 9.9.9 – nýju samfélögin, nýju lögmálin, nýju tækifærin ráðstefnunni í Salnum í Kópavogi í dag. Þarna var fullt af flottum fyrirlesurum að fjalla um netsamfélögin og sumir að segja hvernig þeir eru að nota þau í dag. Ég átti upphaflega að vera fjórði fyrirlesarinn en skipti við Gunnar hjá Clara, þar sem hann þurfti að vera á fundi á sínum upphaflega tíma. Þannig ég var síðastur í röðinni. Það gaf mér tækifæri að twitta um gang mála á ráðstefnunni og var hastag-ið #999conf.

Ég lofaði að setja glærurnar mínar á netið og ég ákvað að setja líka inn textann sem ég skrifaði.

Helginn 999 texti

Helginn 999 glærur

Ummæli á Twitter:
@Gommit #1 #2 #3 #4
@gunniho og aftur
@andresjons og aftur
@aldakalda og aftur

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Slökkva á Facebook tilkynningum (enn frekar)

31. ágúst 2009 kl. - Helgi Hrafn

Strax og ég var búinn að skrifa um það hvernig slökkva skal á tölvupósti frá Facebook var ég spurður hvort hægt væri að slökkva á tilkynningunum niðri í hægra horninu. Svarið við því er að sjálfsögðu, já. Þú getur stjórnað því hvaða Facebook forrit (App) fá að senda þér tilkynningar þangað.

Smellið á tilkynninga takkann nirði í hægra horninu

facebook-notice-1

Síðan er smellt á See all

facebook-notice-2

Að lokum er hægt að mekrja við þau forrit sem fá að birta skilaboð í þessum Notification glugga.

facebook-notice-3

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Slökkva á Facebook tilkynningum í tölvupósti

kl. - Helgi Hrafn

Nú þegar meirihluti þjóðarinnar er á Facebook og Ísland hefur hæsta hlutfall skráðra aðila, er spurning um að koma með smá ráð á því hvernig minnka skal tölvupóstinn frá Facebook. Hver þekkir ekki að vera með hundurðir tölvupósta frá Facebook eftir sumarfríið? Ekki ég, skal ég segja ykkur.

Einfaldlega farið í Settings í hægra horninu

facebook-email-1

Smellið svo á Notifications

facebook-email-2

Takið svo burt merkinguna við þær tilkynningar sem þið viljið ekki

facebook-email-3

Ég tek þetta allt í burtu og hef bara merkt við það að fá tölvupóst þegar einhver sendir mér skilaboð.

Vonandi hjálpar þetta fleirum að fylla ekki pósthólfið sitt.

Meira: Slökkva á Facebook tilkynningum (enn frekar)

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Hvað er Twitter

25. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er oft á dag spurður

“Hvað er þetta Twitter?”

og svarið er alltaf það sama.

Örblogg samfélag þar sem þú velur að fylgjast með fólki, miðlum og öðru slíku til að fá skilaboð og tilkynningar um hvað er að gerast útí heimi eða hjá nánustu vinum.

Svo rakst ég á eitt kynningamyndband sem mér fannst sýna þetta best.

Allir að skrá sig á Twitter og fylgið mér, @harabanar

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email

Helginn – Nú hefst fjörið

1. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég og Helgi Steinar höfum tekið að okkur að stýra sjónvarpsþætti á netinu og verður hann birtur á Akureyri.net. Þátturinn heitir Helginn og við setjumst saman í sófann og förum yfir efni af Akureyri.net og annað skemmtilegt sem við finnum á internetinu. Nafnið kemur einfaldlega frá því að við heitum báðir Helgi og þættirnir verða vonandi birtir vikulega um helgar. Fyrsti þátturinn er þó sýndur á miðvikudegi til að hitta á skemmtilega dagsetningu, 1. júlí 2009, eða í dag. Næsti þáttur verður birtur um helgina 11. eða 12. júlí.

Fréttastjóri Akureyri.net fékk mig í viðtal á MSN daginn fyrir frumsýningu fyrsta þáttar og þá spurði hann mig hvernig þetta kom til.

“Hugmyndin kom upphaflega þegar ég sýndi Helga Steinari netþáttinn Diggnation og þá fengum við þá flugu í hausinn að gera video blog sjálfir. Höfum báðir verið í því að blogga og gefist upp á því, með löngum pásum. Síðan kom Örlygur Hnefill einhvern veginn inní umræðuna og blandaði þessu við Akureyri.net og stækkaði video bloggið yfir í stærri þátt á netinu. Eftir það var í raun varla snúið við, það var búið að panta hönnun á merki, myndatökumenn búnir að taka frá daga í upptökur og konurnar okkar búnað að panta sér tíma í nudd.” Eins og kemur fram á Akureyri.net

Í þessu sama viðtali spurði hann hvert planið væri með þáttinn, heimsfrægð eða dauði?

“Langar ekki öllum í frægð og frama? Okkur langar allavegana að koma með nýja sýn á málunum og vera ekki algjörlega stípaðir fyrir sjónvarpið. Fólk á eftir að taka eftir því að við töluð mikið í kross, endurtökum hvorn annan og gerum okkur að algjörum fíflum í fyrsta þættinum.”

Þetta er nefnilega málið, hvorugur okkar hefur verið fyrir framan myndavélina áður. Meira um það að við erum á bak við hana fram að þessu. Þetta verður allavegana mjög spennandi og skemmtilegt verkefni.

Endilega horfið á fyrsta þáttinn okkar Nú hefst fjörið á Akureyri.net/helginn og fylgist með á Facebook, YouTube og Twitter.

Deila með öðrum:
  • Facebook
  • Twitter
  • Digg
  • StumbleUpon
  • del.icio.us
  • Google Bookmarks
  • Tumblr
  • LinkedIn
  • email