UMFÁ – HK, 68 – 70
23. febrúar 2009 kl. - Helgi HrafnÉg mætti á annar deildar leik UMFÁ – HK í kvöld. Þið sem hafið verið að lesa bloggið mitt eitthvað vitið að ég mætti á æfingu hjá UMFÁ þar sem við búum hérna rétt hjá íþróttahúsi Álftaness. Annars hef ég verið að spila körfubolta á mánudögum og fimmtudögum með HK.
Leikurinn var mjög spennandi og eftir fyrsta leikhluta virtist sem HK ætlaði að taka þetta. En í örðum leikhluta tóku UMFÁ menn almennilega á því og náðu að vera tveimur stigum yfir í hálfleik. Þriðji leikhluti var jafn spennandi og sá annar þar sem HK náði að snúa þessu við og var tveimur stigum yfir eftir þann leikhluta. Í fjórða og síðasta leikhluta héldust liðin í hendur, hvað stigin varðar. UMFÁ náði að jafna nokkrum sinnum, en aldrei að fara framúr HK. Þegar 8,9 sekúndur voru eftir af leiknum og 1 sekúnda eftir af skotklukku HK, átti HK innkast. HK missti boltann og leikmaður UMFÁ náði hraðarupphlaupi að körfu HK, en klúðraði einföldu layupi. HK náði frákastinu og þá voru um 3 sekúndur eftir af leiknum og tíminn rann út. HK sigraði með tveggja stiga mun.
Lokatölur UMFÁ 68 – 70 HK, og leikhlutarnir fóru svona:
- 16 – 21
- 22 – 15
- 11 – 15
- 19 – 19