Sarpur fyrir ‘Hjálp’ flokkinn

Slökkva á Facebook tilkynningum (enn frekar)

31. ágúst 2009 kl. - Helgi Hrafn

Strax og ég var búinn að skrifa um það hvernig slökkva skal á tölvupósti frá Facebook var ég spurður hvort hægt væri að slökkva á tilkynningunum niðri í hægra horninu. Svarið við því er að sjálfsögðu, já. Þú getur stjórnað því hvaða Facebook forrit (App) fá að senda þér tilkynningar þangað.

Smellið á tilkynninga takkann nirði í hægra horninu

facebook-notice-1

Síðan er smellt á See all

facebook-notice-2

Að lokum er hægt að mekrja við þau forrit sem fá að birta skilaboð í þessum Notification glugga.

facebook-notice-3

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Slökkva á Facebook tilkynningum í tölvupósti

kl. - Helgi Hrafn

Nú þegar meirihluti þjóðarinnar er á Facebook og Ísland hefur hæsta hlutfall skráðra aðila, er spurning um að koma með smá ráð á því hvernig minnka skal tölvupóstinn frá Facebook. Hver þekkir ekki að vera með hundurðir tölvupósta frá Facebook eftir sumarfríið? Ekki ég, skal ég segja ykkur.

Einfaldlega farið í Settings í hægra horninu

facebook-email-1

Smellið svo á Notifications

facebook-email-2

Takið svo burt merkinguna við þær tilkynningar sem þið viljið ekki

facebook-email-3

Ég tek þetta allt í burtu og hef bara merkt við það að fá tölvupóst þegar einhver sendir mér skilaboð.

Vonandi hjálpar þetta fleirum að fylla ekki pósthólfið sitt.

Meira: Slökkva á Facebook tilkynningum (enn frekar)

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Hvað er Twitter

25. júlí 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég er oft á dag spurður

“Hvað er þetta Twitter?”

og svarið er alltaf það sama.

Örblogg samfélag þar sem þú velur að fylgjast með fólki, miðlum og öðru slíku til að fá skilaboð og tilkynningar um hvað er að gerast útí heimi eða hjá nánustu vinum.

Svo rakst ég á eitt kynningamyndband sem mér fannst sýna þetta best.

Allir að skrá sig á Twitter og fylgið mér, @harabanar

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Kveikja á network timemachine backup, hluti 2

28. febrúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég skrifaði um um það hvernig kveikja skal á þeim möguleika að velja Network share disk sem afritunarstaður fyrir Time Machine á Mac um daginn.

defaults write com.apple.systempreferences TMShowUnsupportedNetworkVolumes 1

Ég lenti í bölvuðu veseni með þetta og var að fá villuskilaboðin “The backup disk image could not be created”,

Time Machine error

en þá rakst ég á http://roncox.org/7 og http://roncox.org/21.

Þar er sagt frá því að einhver uppfærslan á Leopard kom í veg fyrir að að það er hægt að notast við network drif með Time Machine, líklegast 10.5.2 miða við leitarniðurstöðurnar sem ég fékk. En lausnin er einföld, einfaldlega útbúa “backup disk image” á tölvunni hjá þér og síðan afrita það yfir á network drifið.

Heiti skráarinnar sem er útbúin saman stendur af heiti vélarinnar, MAC addressunni á Ethernet kortinu (án tvípunktanna) og svo .sparsebundle í endann. Vélin mín heitir H3mac, og við skulum segja að MAC addressan er 005673efd54e. Þar með yrði heitið á skránni hjá mér H3mac_005673efd54e.sparsebundle. Til að sjá MAC addressuna er einfaldast að fara í System Preferences, velja þar Network, velja svo Ethernet í vinstri valmyndinni, smella svo á Advanced, og velja svo flipan Ethernet.

MAC address

Myndin hans Rons frá http://roncox.org/12

Til að útbúa þessa skrá síðan (H3mac_005673efd54e.sparsebundle) þarf að opna Terminal og nota forritið hdiutil. Skipunin sem ég notaði er ekki alveg eins og Rons þar sem ég vildi gefa upp hversu stór skráin á að vera.

hdiutil create -size 185g -fs HFS+J -type SPARSEBUNDLE -volname "Backup of H3mac" H3mac_005673efd54e.sparsebundle

Síðan afritaði ég þessa skrá yfir á network drifið.

mv H3mac_005673efd54e.sparsebundle /Volumes/h3macbackup/

Þar með var þetta komið, og ég setti afritunina í gang.

Time Machine running

Annað

1. Ég reikna með að fólk kunni að útbúa network drif til að notast við þetta. Annars er er ég að notast við network drif á margmiðlunar þjóninum mínum. Þar er ég með nóg af plássi fyrir þetta. Sá þjónn keyrir Gentoo 2.6.26-r4 og notast ég við Samba aðalega fyrir gagnageymslu og margmiðlunarboxin, NFS til að spila HD efni á margmiðlunarboxinu í stofunni, og núna AFP fyrir afritunarplássið fyrir Mac Book Pro vélina mína.

2. Ég reikna líka með því að fólk kunni að tengjast network drifum á Mac. :P Opna Finder, velja Go, velja Connect to Server. Þar er síðan skrifuð inn slóðin til að tengjast drifinu. Ef það er yfir Samba er það smb://SERVER/SHARE_NAME, ef það er AFP er það afp://SERVER/SHARE_NAME. SERVER getur verið IP tala þjónins eða heiti.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Nokkur tips um Mail 3.5

30. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Ég ákvað að gefa Mail tækifæri á ný, aðalega vegna þess að mig langar að notast við Address bókina sem ég er búinn að ganga frá. Því ég samkeyri alltaf Address bókina við iPhone-inn minn. Núna get ég líka samkeyrt pósthólfin mín úr Mail yfir í iPhone-inn. Síðast en ekki síst kynntist ég skipulags forritinu Things og er farinn að nota það ótrúlega mikið. Það hefur þann möguleika tengja saman tölvupósta við viss verkefni, og margt margt fleira. (Skoðið endilega Screencast-ið)

Aftur á móti get ég líka sagt ykkur af hverju ég notaði ekki Mail frá upphafi. Það var vegna þess Mail 3.0 var ekki með nægilega góðan stuðning við stafasettin í tölvupóstunum sem ég var að fá. Ég fékk alltaf bara eitthvað bull, eða endalaus spurningarmerki (?). En í útgáfunni sem ég er að nota núna, útgáfa 3.5, þá virðist þetta vera allt í lagi.

Að lokum vil ég láta ykkur vita af nokkrum atriðum sem ég lærði meðal annars í dag.

 1. Nota flýti hnappana Cmd + Shift + D til að senda póst
 2. Til að skilgreina hvaða mappa í pósthólfinu á að vera fyrir Draft, Sent, Trash eða Junk. Þarftu að velja möppuna fara svo í Mailbox > Use this mailbox for > (velja svo hlutverk)
 3. Ef þú ert að nota IMAP með Gmail er gott að hafa [Gmail] sem rótin á pósthólfinu. (þetta notaði ég líka í Thunderbird)
  1. Opna Preferences ( Cmd + ; )
  2. Velja Accounts
  3. Velja pósthólfið
  4. Velja Advanced
  5. Setja [Gmail] í IMAP Path Prefix
  6. Vista

Þangað til á morgun, takk í bili.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Nota prófíl mynd frá Gravatar

22. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Nú eru nokkrir farnir að nota Wordpress í kringum mig. Hver og einn þeirra er líka með notanda á Wordpress.com/Wordpress.org til að fá hjá þeim API lykill vegna tölfræði upplýsinga sem er hægt að komast í, og líka til að notast með Akismet. Með þessu öllu saman verður til notandi á vefsíðunni Gravatar.com. Gravatar stendur fyrir globally recognized avatar (Wikipedia hlekkur). Á þessari síðu eru notendur með einskonar prófíl mynd sem tengist netfanginu þeirra. Þær síður sem notast svo við þjónustuna sem Gravatar.com býður upp á, birta þessa prófíl mynd. Til dæmis á síðunni minni og Aníku þá birtast myndir lesenda við athugasemdirnar sem þeir skrifa.

Til þess að nýta sér þessa þjónust þarft þú sem lesandi einfaldlega að stofna þér aðgang á Gravatar.com. Þetta eru nokkur skref að fara í gegnum.

 1. Fara á http://en.gravatar.com/site/signup/
 2. Skrá netfangið sem á að nota
 3. Fara í pósthólfið á valda netfanginu og staðfesta skránignuna
 4. Skrá kenninafn þitt og velja þér lykilorð
 5. Þá er aðgangurinn kominn, og ekkert eftir nema að velja myndina sem þú vilt nota

Þið sem eruð að skrifa athugasemdir á vefinn hjá mér, endilega að stofna svona aðgang og þá kemur mynd af ykkur með athugasemdinni.

Takk í bili.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email

Stoppa ræsingu iPhoto þegar iPhone tengist

21. janúar 2009 kl. - Helgi Hrafn

Þetta fór alltaf í taugarnar á mér, því ég nota lítið iPhoto. Ég vil þar með deila með ykkur hvernig slökkva skal á þessu.

 1. Ganga úr skugga um það að iPhone er ekki tengdur við tölvuna
 2. Opna Finder
 3. Fara í Applications
 4. Ræsa Image Capture
 5. Fara í Preferences ( Cmd + ; )
 6. Þar sést “When a camera is connected, open”, velja þar No application.
 7. Slökkva á Image Capture

Gjöriði svo vel :D

ps. Þetta virkar líka með stafrænum myndavélum, iPod og kortalesurum.

Deila með öðrum:
 • Facebook
 • Twitter
 • Digg
 • StumbleUpon
 • del.icio.us
 • Google Bookmarks
 • Tumblr
 • LinkedIn
 • email